Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að aðstoða við leit að týndum einstaklingi á Eyrarbakka.
Í færslu á Facebook greinir björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka frá þessu.
„Til upplýsingar þá er þyrla landhelgisgæslunar að leita að týndum einstaklingi hér á Eyrarbakka,“ segir í færslunni sem birtist rétt fyrir klukkan eitt í nótt.