Maðurinn í Selfossmálinu laus úr varðhaldi

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í farbann.
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í farbann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmanni, sem grunaður er um mann­dráp á konu í heima­húsi á Sel­fossi í lok apríl, hefur verið hleypt úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn er þó kominn í farbann.

Bráðabirgðakrufn­ing á kon­unni benti til þess að um mann­dráp væri að ræða og maður­inn hef­ur nú sætt varðhaldi í 18 vik­ur, eða rúm­lega fjóra mánuði.

Lög um meðferð saka­mála kveða á um að ekki megi úr­sk­urða sak­born­ing til að sæta gæslu­v­arðhaldi leng­ur en tólf vik­ur nema að brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir krefj­ist þess.

RÚV greinir nú frá því að lögregla hafi ekki gert kröfu um framlengingu varðhaldsins en fór þess í stað fram á að hann yrði úrskurðaður í farbann. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert