Orð Bjarna verðbólguhvetjandi?

Gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann og stjórn hans gæti dregið úr trúverðugleika bankans og þar með haft neikvæð áhrif á verðbólgu í landinu sem er stærsta viðfangsefnið þegar kemur að hagstjórn í landinu.

Tímasetningin vekur í það minnsta spurningar að mati Harðar Ægissonar blaðamanns sem er ásamt Andrési Magnússyni gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum í dag. Andrés tekur undir orð Harðar og segir ummæli Bjarna jaðra við að vera persónuleg.

Í myndskeiðinu er gripið niður í samtalinu þar sem ummæli Bjarna Benediktssonar í Dagmálum um trúverðugleika Seðlabankans eru til umræðu. Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni bæði í mynd og sem hlaðvarp. En einnig er hægt að kaupa vikupassa að stafrænni útgáfu Morgunblaðsins.

Hér má sjá viðtalið við fjármálaráðherra sem birtist í Dagmálum um síðustu helgi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skaut föstum skotum að Seðlabankastjóra í Dagmálum …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skaut föstum skotum að Seðlabankastjóra í Dagmálum um síðustu helgi. Samsett mynd
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert