Seldu loftslagsheimildir fyrir 13 milljarða

Álver fá loftslagsheimildir úthlutaðar án endurgjalds en verða að kaupa …
Álver fá loftslagsheimildir úthlutaðar án endurgjalds en verða að kaupa heimildir vegna losunar umfram sett hámark. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Íslenska ríkið hef­ur á und­an­förn­um árum haft tekj­ur af sölu los­un­ar­heim­ilda inn á sam­eig­in­leg­an markað í svo­kölluðu ETS-kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins. Fyr­ir­tæki sem starfa inn­an kerf­is­ins fá einnig út­hlutaðan ákveðinn los­un­ar­kvóta í ETS-kerf­inu sem þau þurfa að halda sig inn­an. Að öðrum kosti þurfa þau að kaupa aukn­ar los­un­ar­heim­ild­ir. Þær los­un­ar­heim­ild­ir kaupa fyr­ir­tæk­in úr sam­eig­in­leg­um sjóði sem stjórn­völd selja sín­ar ein­ing­ar inn á.

Þetta kem­ur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Þar kem­ur og fram að rík­is­sjóður hafi selt ETS-lofts­lags­heim­ild­ir fyr­ir ríf­lega 13 millj­arða króna á ár­un­um 2018-2023.

Evr­ópu­sam­bandið not­ast við þrjú bók­halds­kerfi þegar kem­ur að los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Ríki fá ákveðinn los­un­ar­kvóta út­hlutaðan og þurfa að halda los­un inn­an hans. Ef los­un fer um­fram út­hlut­un þarf að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir. Ef los­un helst und­ir sett­um kvóta geta ríki selt los­un­ar­heim­ild­ir. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert