Íslenska ríkið hefur á undanförnum árum haft tekjur af sölu losunarheimilda inn á sameiginlegan markað í svokölluðu ETS-kerfi Evrópusambandsins. Fyrirtæki sem starfa innan kerfisins fá einnig úthlutaðan ákveðinn losunarkvóta í ETS-kerfinu sem þau þurfa að halda sig innan. Að öðrum kosti þurfa þau að kaupa auknar losunarheimildir. Þær losunarheimildir kaupa fyrirtækin úr sameiginlegum sjóði sem stjórnvöld selja sínar einingar inn á.
Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Þar kemur og fram að ríkissjóður hafi selt ETS-loftslagsheimildir fyrir ríflega 13 milljarða króna á árunum 2018-2023.
Evrópusambandið notast við þrjú bókhaldskerfi þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Ríki fá ákveðinn losunarkvóta úthlutaðan og þurfa að halda losun innan hans. Ef losun fer umfram úthlutun þarf að kaupa losunarheimildir. Ef losun helst undir settum kvóta geta ríki selt losunarheimildir.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.