Skilningur á þröngri stöðu

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er skilningur á því að staðan er þröng,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, um áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að fækka ríkisstarfsmönnum. Þegar á næsta ári á að lækka launagreiðslur til þeirra um fimm milljarða króna og fækka stofnunum.

Forstöðumenn ríkisstofnana fengu nýverið kynningu á áformum um fækkun starfa á næsta ári en hvernig það verður gert liggur ekki fyrir. Einhverjir munu eiga von á því að störf þeirra verði lögð niður.

Ærin verkefni nú þegar

„Við höfðum heyrt einhvern ávæning af þessu í nokkurn tíma þannig að þetta kom kannski ekki á óvart. Það sem þarf að athuga er að ríkisstarfsmenn og forstöðumenn ríkisstofnana og forstjórar þeirra eru í grunninn alls ekki á móti breytingum og við þurfum að líta í eigin rann hvað hagræðingu varðar eins og allir aðrir. Að sama skapi þurfum við að vera meðvituð um það að ríkisstofnanir starfa samkvæmt lögum og hafa ærin verkefni nú þegar,“ segir Helga.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert