Í dag er spáð suðaustan 5-10 m/s með suðurströndinni en annars fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir en þurrt að kalla norðaustanlands.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að hiti verður á bilinu 9 til 15 stig.
Á morgun verður suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum en stöku skúrir á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Seint á föstudag er síðan von á nokkuð djúpri lægð og henni mun fylgja hvassviðri og stormur og rigning, jafnvel talsverð á köflum.
„Næstu daga er því kjörið að huga að öllum lausamunum í næsta nágrenni og koma þeim í skjól.“