„Á Íslandi eru öll skilyrði fyrir hendi til að koma upp einfaldasta og skilvirkasta handiðnaðarkerfi í öllum heiminum sem yrði til mikilla hagsbóta fyrir alla. Í staðinn er látið viðgangast að ófaglært fólk stundi svarta atvinnustarfsemi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari sem einnig er formaður Landssambands bakarameistara.
„Þrátt fyrir að ákvæði í stjórnarskránni kveði á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum,“ bætir Sigurður við og tekur undir gagnrýni SI um að eftirlit lögreglu með því að eigendur fyrirtækja reki þau á löglegan hátt sé lítið sem ekki neitt.
„Eftirlitið er ekkert orðið á Íslandi með nokkrum sköpuðum hlut. Lögreglan reynir bara að koma þessum málum frá,“ segir Sigurður.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.