Vara við svikaskilaboðum

Svikaskilaboð eru ekki óalgeng nú til dags.
Svikaskilaboð eru ekki óalgeng nú til dags. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Íslandsbanki varar við fölskum smáskilaboðum (SMS) sem hafa verið að berast viðskiptavinum að undanförnu.

Segir í tilkynningu frá bankanum að skilaboðin líti út eins og skilaboð frá Íslandsbanka sem leiðir fólk á sviksamlega innskráningarsíðu þar sem fólk er beðið um að skrá sig inn í netbankann.

Bankinn biðlar því til þeirra sem hafa óvart ýtt á hlekk í slíkum skilaboðum að hafa samband við ráðgjafaver bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert