Von á fyrstu haustlægðinni

Vindaspáin kl. 22 á föstudagskvöld.
Vindaspáin kl. 22 á föstudagskvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Lögreglan vekur athygli á gulri viðvörun vegna fyrstu haustlægðarinnar og hvetur fólk til þess fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 

Veðurstofa Íslands hefur sent út gula viðvörun vegna hvassviðris og töluverðrar rigningar að kvöldi föstudags og fram á laugardag. 

Hvetja fólk til að huga að lausamunum 

Það er því skynsamlegt að huga að því tímanlega að festa niður lausamuni, til að mynda trampólín og annað sem er þekkt fyrir að fara af stað í fyrstu veðrum haustsins. 

Búist er við miklum vatnavöxtum eftir því sem úrkoman skilar …
Búist er við miklum vatnavöxtum eftir því sem úrkoman skilar sér. mbl.is/Golli

Þá eru byggingarverktakar jafnframt hvattir til að tryggja byggingarefni og annað á byggingarsvæðum svo ekki sé hætta á tjóni á því eða af völdum þess. 

Á sama tíma verður varasamt að vera á ferð um Suðurlandið með hjólhýsi eða á húsbílum sem taka á sig mikinn vind, gangi spár eftir. 

Einnig er búist við vatnavöxtum í ám og lækjum eftir því sem úrkoman skilar sér. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert