Maðurinn sem fór frá Landspítalanum um klukkan tíu í gærkvöld er fundinn.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is lögreglu og björgunarsveitir hafa sinnt leitinni, sem hófst í kringum miðnætti, en var að sögn Jóns Þórs tónuð niður um fimmleytið í morgun.
Ákveðnar vísbendingar hafi þá komið fram í morgun sem gerðu að verkum að aukið var í á ný.
Hann segir einhverja tugi björgunarsveitamanna hafa sinnt leitinni og að notast hafi við sporhunda og dróna með hitamyndavél í nótt.
Maðurinn fannst rétt í þessu ekki langt frá heimili sínu.