Mótmæli við hvalveiðibátana

Ákvörðun Svandísar hefur fengið misgóð viðbrögð. „Hættið að drepa hvali,“ …
Ákvörðun Svandísar hefur fengið misgóð viðbrögð. „Hættið að drepa hvali,“ stendur á borðanum. mbl.is/Eyþór

Fjöldi kom saman á Reykjavíkurhöfn síðdegis í dag til þess að mótmæla ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að framlengja ekki tímabundið hvalveiðibann.

Náttúruverndarsamtökin Hvalavinir efndu til mótmæla fyrir framan hvalveiðibátana við Reykjavíkurhöfn klukkan 17 í dag.

Hvalveiðimótmæli fyrir framan hvalveiðibátana í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðimótmæli fyrir framan hvalveiðibátana í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Eyþór

Gegn vilja meirihluta þjóðarinnar

„Það er sorgardagur í dag, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra notaði ekki það tækifæri sem hún hafði til að stöðva áfram hvalveiðar og Kristjáni Loftssyni er frjálst að fara á veiðar að nýju á morgun 1. sept.,“ segir í viðburðarlýsingu mótmælanna.

„[V]ið mótmælum því að ekki er hlustað á meirihluta, að dýravelferð, náttúruvernd og mikilvægi hvala fyrir vistkerfi sjávar og gegn loftslagsbreytingum vegi ekki hærra í ákvarðanatöku ríkisstjórnar Íslands.

Ef við getum ekki treyst þeim til að standa með þjóðinni, náttúrunni og loftslaginu í þessu borðleggjandi máli, fyrir hverju er þá hægt að treysta þeim?“

Hvalveiðimótmæli fyrir framan hvalveiðibátana í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðimótmæli fyrir framan hvalveiðibátana í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Eyþór
Þingmenn Pírata létu sig ekki vanta á mótmælunum.
Þingmenn Pírata létu sig ekki vanta á mótmælunum. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka