Rannsaka tengingar við enn annað mannshvarfið

Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð þriggja kvenna, og …
Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð þriggja kvenna, og grunaður um eitt til viðbótar. Samsett mynd

Lögregluyfirvöld í Suður-Karólínuríki Bandaríkjanna rannsaka nú hvort Rex Heuermann, arkitekt og raðmorðinginn grunaði, tengist hvarfi Juliu Ann Bean frá árinu 2017.

Heu­er­mann hef­ur verið ákærður fyr­ir morð þriggja kvenna og grunaður um morð á einni til viðbót­ar. All­ar fjór­ar fund­ust látn­ar við Gil­go-strönd í Long Is­land.

Þetta er alls ekki fyrsta sinn sem óupplýst mál er aft­ur tekið til skoðunar vegna ákær­anna á hend­ur Heu­er­manns. Í júlí var greint frá því að lög­regl­an í Atlantic City í New Jers­ey væri að skoða hvort Heu­er­mann gæti tengst óupp­lýst­um mál­um þar er snerta morð annarra fjög­urra kvenna. 

Lög­regl­an í Las Vegas í Nevada skoðar einnig hvort Heuermann teng­ist máli er varðar and­lát ungr­ar móður frá ár­inu 2006.

Ekki sést til hennar síðan 2017

Bandaríski fjölmiðillinn ABC segir frá því að seinast hafi sést til Juliu Ann Bean árið 2017, í Sumter-héraði. Dóttir hennar hafi þá tilkynnt lögreglu um hvarf hennar.

Einstaklingur sem segist hafa verið vinur Beans hefur nú veitt lögreglunni í Sumter-héraði  nýjar upplýsingar um hvarf hennar. Lögreglan kveðst nú hafa deilt upplýsingunum með Alríkislögleglu Bandaríkjanna (FBI) og segir að rannsóknin standi enn yfir.

Cameron, dóttir Beans, sagði síðan nýlega við lögregluyfirvöld að hún hefði séð móður sína með einhverjum „sem gæti hugsanlega verið Heuermann“.

„Rannsakendur hafa verið að grandskoða þær upplýngar sem bárust nýlega til þess að sjá hvort það séu einhver sönnunargögn sem tengi hvarf Beans við Heuermann. Enn eru engin sönnunargögn sem staðfesta eða útiloka hugsanlega tenginu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Sumter-héraði.

Heuremann á íslenska eiginkonu, Ásu Ellerup, sem hefur þó sótt um skilnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert