Segir fyrirtækið fara hratt af stað

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er framkvæmdastjóri Orkufélagsins Títans.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er framkvæmdastjóri Orkufélagsins Títans. Samsett mynd

Sveit­ar­fé­lagið Ölfus stofnaði Orku­fé­lagið Tít­an ehf. í gær en Ölfus er á meðal orku­rík­ustu svæða á Íslandi og því horft til að efla orkunýtingu innan sveitarfélagsins, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss og nýs framkvæmdastjóra Títans ehf.

Öll orkan nýtist á höfuðborgarsvæðinu

Elliði segir uppbyggingu í sveitarfélaginu stórfellda og íbúafjölda ört vaxandi og því sé mikilvægt að stuðla að frekari nýtingu orkunnar á svæðinu enda sé það með öllu ótækt að jafnorkuríkt land og Ísland standi frammi fyrir orkuskorti á næstu árum. „Þrátt fyrir að hér iði jörðin af orku þá höfum við ekki aðgengi að henni,“ segir Elliði. Fá svæði hafi verið virkjuð eða nýtt og þrátt fyrir að stærsta jarðvarmavirkjun í heimi, Hellisheiðarvirkjun, sé innan svæðisins nýtist öll sú orka á höfuðborgarsvæðinu.

Títan hyggist finna sér reyndan samstarfsaðila sem hafi aðgang að þekkingu, fjármagni og tækjum til að vinna að verkefninu með sveitarfélaginu. Ýmis orkufyrirtæki komi til greina en Elliði segir fyrirtækið fara hratt af stað og fundi með mögulegum samstarfsaðilum á næstu dögum. Það sé hins vegar hægara sagt en gert enda þurfi fyrirtæki að hlaupa hindrunarhlaup vegna flókinna reglu- og eftirlitskerfa sem ákveðin öfl í landinu hafi komið á í tengslum við orkunýtingu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka