Atli Steinn Guðmundsson
Rennsli í Skaftárhlaupinu hefur mælst um 720 rúmmetrar á sekúndu frá því í gærmorgun en var í morgun komið niður í um 680 rúmmetra við Sveinstind og um 390 niðri við þjóðveg, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
„Líklegt er að nú fari að draga úr hlaupinu en þetta tekur tíma að sjatna og það verður mikið vatn áfram í ánni í um vikutíma,“ segir Einar enn fremur af hlaupinu.