Svipaður fjöldi ferðamanna í júlí

Ferðamenn við Goðafoss.
Ferðamenn við Goðafoss. Kristinn Magnússon

Skráðar gistinætur í júlí voru 1.606.000 sem er um 0,4% aukning frá júlí 2022 (1.599.300). Gistinóttum á hótelum fækkaði um 1,4%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. 

Gistinætur erlendra ferðamanna í júlí voru um 72% gistinátta, eða um 1.159.000, sem er 1,5% aukning frá fyrra ári (1.141.800). Gistinætur Íslendinga voru um 447.000 sem er 2,3% færra en á fyrra ári (457.500). Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 798.000 og um 808.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Enn fremur er áætlað að fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í júlí hafi verið um 220.000.

Eilítið færri á hótelum 

Gistinætur á hótelum í júlí voru 586.400, eða 1,4% færri en á fyrra ári (594.900). Hótelgisting jókst á Austurlandi og Suðurlandi en dróst saman í öllum öðrum landshlutum samanborið við júlí 2022. Hlutfallsleg fækkun gistinátta var áberandi mest á Suðurnesjum, eða 22,5%, sem gæti að hluta skýrst af því að hluti af framboði hefur verið tekinn undir langtímaleigu og heyrir því ekki undir gistináttatölfræði.

 

220.000 gistinætur í heimagistingu

Gistinætur erlendra ferðamanna í júlí voru um 72% gistinátta, eða um 1.159.000, sem er 1,5% aukning frá fyrra ári (1.141.800). Gistinætur Íslendinga voru um 447.000 sem er 2,3% færra en á fyrra ári (457.500). Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 798.000 og um 808.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Ennfremur er áætlað að fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í júlí hafi verið um 220.000.

Íslendingar með 17% gistinótta 

Gistinætur erlendra ferðamanna voru 485.500, eða 83% af hótelgistinóttum, á meðan gistinætur Íslendinga voru 101.000 (17%). Gistinóttum erlendra ferðamanna fækkaði um 1,1% en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3,0%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka