„Við erum með vegakerfi sem er ekki að virka vegna þess að skipulagið er ekki lagi,“ segir Eyþór Arnalds fyrrum borgarfulltrúi og vísar í staðarval stórra stofnana á borð við Landspítalann, HR og Hörpu. Staðan væri önnur ef dreifing þeirra hefði verið meiri.
Í myndskeiðinu fer Eyþór yfir umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið í deiglunni undanfarið en hann er gestur Andrésar Magnússonar í Dagmálum í dag.
Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni bæði í mynd og sem hlaðvarp en einnig er hægt að kaupa vikupassa að stafrænni áskrift.