„Skynsamleg nálgun“ hjá Svandísi

Lilja telur að ákvörðin komi ekki til með að hafa …
Lilja telur að ákvörðin komi ekki til með að hafa áhrif á Ísland sem áfangastað fyrir kvikmyndafólk. Leonardo Di Caprio er einn þeirra sem gagnrýnt hefur veiðarnar.

„Matvælaráðherra hefur fært rök fyrir sinni ákvörðun og beinir aukinni áherslu á dýravernd og ég tel að þetta sé skynsamleg nálgun hjá henni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, spurð hvort hún styðji ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur Matvælaráðherra. 

Nú hafa fjölmargir úr kvikmyndaiðnaði gagnrýnt ákvörðunina og segja verkefni erlendra framleiðslufyrirtækja hér á landi í hættu. Hvað segir þú við því sem ráðherra menningarmála?

 „Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög samkeppnishæfur með framúrskarandi starfsfólki. Þess vegna hafa erlendir framleiðendur leitað hingað og Ísland hefur verið eftirsóknarvert vegna fagmennsku og náttúru. Ég held því að Ísland verði áfram eftirsóknarverður staður,“ segir Lilja. 

Óháð því hvort Íslendingar stundi hvalveiðar eða ekki? 

„Já, ég held að Ísland verði áfram eftirsóknarverður staður,“ segir Lilja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert