Verið að varpa sök á starfsmenn að ósekju

Samanlagðar stjórnvaldssektir á Samskip nema 4,2 milljörðum. Er það hæsta …
Samanlagðar stjórnvaldssektir á Samskip nema 4,2 milljörðum. Er það hæsta stjórnvaldssekt sem hefur verið lögð á íslenskt fyrirtæki. Ljósmynd/Samskip

Gylfa Magnússyni, prófessor í hagfræði og fyrrverandi stjórnarformanni Samkeppniseftirlitsins (SKE), þykir ólíklegt að Samskip fái niðurstöðu SKE hnekkt, enda liggi játning Eimskips fyrir.

SKE komst að þeirri ákvörðun, að rannsókn lokinni, að Samskip hefðu með alvarlegum hætti brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga og EES-samningsins, með því að hafa ólögmætt samráð við Eimskip. Þá er það niðurstaða SKE að Samskip hafi við við rannsókn málsins brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með rangri, villandi og ófullnægjandi upplýsingagjöf og gagnaafhendingu. Nema samanlagðar stjórnvaldssektir vegna framangreindra brota 4,2 milljörðum króna.

Hæsta sektin til þessa

Gylfi segir það ekki fara á milli mála að sektin sem SKE lagði á Samskip í gær sé sú hæsta til þessa. „Það er engin spurning um það í krónutölu og jafnvel þó það sé leiðrétt fyrir verðbólgu.“

Samskip gáfu út yfirlýsingu, í kjölfar þess að niðurstaða SKE var gerð opinber í gær, og kváðust fordæma vinnubrögð stofnunarinnar við rannsóknina. Ætla þau að fá niðurstöðunni hnekkt.

„Það hefur nú oft verið sagt að sá sem er með lélegan málstað notar mörg orð,“ segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa. Hann segir að í niðurstöðu eftirlitsins sé að finna rangfærslur og rangtúlkanir á atvikum og gögnum ásamt ályktunum sem gangi ekki upp. Hann segir Samskip hafa skilað inn þúsund blaðsíðna athugasemdum við andmælaskjöl eftirlitsins án árangurs.

Ekki hægt að loka málinu nema játa að ósekju

Hann segir næstu skref fyrirtækisins vera þau að kæra ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Hörður segir að strax hafi komið í ljós að það væri ekki hægt að loka málinu án þess að játa á sig brot sem Samskip kannist engan veginn við. „Í því felst meðal annars að það er verið að varpa sök á bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn að ósekju,“ segir Hörður Felix og bætir við að því hafi viðræðum fljótlega verið slitið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert