Björgunarsveitir kallaðar út í krefjandi verkefni

Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan þrjú.
Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan þrjú. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir í Eyjafirði hafa verið kallaðar út vegna slasaðs göngumanns innarlega í Eyjafirði.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að um sé að ræða krefjandi verkefni.

„Ljóst var strax að um krefjandi verkefni var að ræða í brattri hlíð og voru sjúkraflutningar á Akureyri og björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Verið er vinna að því að koma viðbragðsaðilum á vettvang,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka