Helga Vala segir sig frá þingmennsku

Helga Vala segir að lögmennskan hafi togað ákafar í sig …
Helga Vala segir að lögmennskan hafi togað ákafar í sig undanfarið ár og hafnar því að deilur við Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann flokksins, búi að baki. mbl.is/Eyþór

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavík norður, hyggst láta af þingmennsku og snúa sér að lögmennsku á nýjan leik. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsíðuviðtali við Helgu Völu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Helga Vala hefur setið á þingi frá hinum óvæntu þingkosningum árið 2017 og var m.a. formaður þingflokks Samfylkingarinnar árin 2021-2022.

Hún segir að lögmennskan hafi togað ákafar í sig undanfarið ár og hafnar því að deilur við Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann flokksins, búi að baki. Hún blæs á allar sögusagnir:

„Þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga og ítrekar að hún verði áfram dyggur félagi í Samfylkingunni.

Þingsetning verður þriðjudaginn 12. september og hyggst Helga Vala afhenda forseta Alþingis bréf á mánudag þar sem hún afsalar sér þingmennsku. Varamaður hennar er Dagbjört Hákonardóttir.

Lesa má viðtalið við Helgu Völu í heild sinni hér á mbl.is:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert