Fossvogsbrúin mun dýrari en áætlað var

Nýja brúin Fossvogsbrúin verður 270 metra löng og byggð úr …
Nýja brúin Fossvogsbrúin verður 270 metra löng og byggð úr stáli. Hún liggur frá Nauthólsvík yfir í Kársnes. Tölvumynd/Efla og BEAM

Nú liggur fyrir að kostnaður við nýja Fossvogsbrú verður umtalsvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Brúin verður 270 metra löng.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits sé metinn á um 6,1 milljarð króna.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina var 2,25 milljarðar samkvæmt frumdrögum að fyrstu lotu borgarlínu sem komu út í byrjun árs 2021 áður en brúin fór í hönnunarsamkeppni. Þetta kom fram í svari samgöngustjóra Reykjavíkurborgar í nóvember 2022 við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hér munar því tæpum fjórum milljörðum króna.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að í kostnaðaráætlun séu almennar verðhækkanir teknar með í reikninginn og markaðsverð á stáli og steypu sem eru aðalbyggingarefni brúarinnar. Miklar hækkanir hafi orðið á þessum liðum á hönnunartímanum.

Við þetta bætist síðan kostnaður við landfyllingar í Fossvogi og er hann áætlaður 1,4 milljarðar. Samkvæmt nýjustu áætlunum yrði því heildarkostnaðurinn við brúna um 7,5 milljarðar króna.

Nánari umfjöllun í Morgunblaði gærdagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert