Land hefur risið við Fagradalsfjall um einn sentimetra frá goslokum, sem þýðir að kvikusöfnun er enn í fullum gangi neðarlega í jarðskorpunni þó að gosrás upp við Litla-Hrút hafi lokast. Þetta kemur fram í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook.
Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu segir í samtali við mbl.is að undanfarar síðustu gosa hafi byrjað með landrisi á Reykjanesi og það sé þá túlkað sem svo að kvika sé að flæða. Vísbendingar eru nú um að gosin gæti hafist með styttra millibili en síðustu ár á Reykjanesskaga.
„Þykir þetta benda til þess að innskotavirkni og mögulega eldgos munu eiga sér stað á nýjan leik, með tilheyrandi jarðskjálftavirkni,“ segir í færslu náttúruvárhópsins.