Náttúruvörufyrirtæki sameinast

Fjölbreyttar náttúruauðlindir í neytendaumbúðum.
Fjölbreyttar náttúruauðlindir í neytendaumbúðum. Samsett mynd

„Mín skoðun er sú að flest félög í þessari atvinnugrein á Íslandi eru of lítil til að gera alvöru atlögu að útrás. Þetta er eitt af þeim skrefum sem við höfum áhuga á að taka til að gera stórt náttúruvörufélag á Íslandi. Af því að við teljum að náttúra Íslands eigi mikið erindi við heilsu heimsins,“ segir Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis sem framleiðir viðurkennd jurtalyf og lækningavörur.

Auðlindir Íslands nýttar

Samkomulag liggur nú fyrir um sameiningu fyrirtækjanna Florealis og SagaNatura. Við samrunann eignast núverandi hluthafar SagaNatura 64,5% í Florealis og verður félagið rekið á kennitölu Florealis. Það er m.a. gert vegna lyfjamarkaðsleyfa í eigu Florealis.

Starfsstöð félagsins verður í húsnæði SagaNatura í Hafnarfirði. Samruninn bíður samþykkis hluthafa félaganna. Velta sameiginlegs félags er áætluð um 450 milljónir króna á þessu ári. Starfsmenn verða 10 talsins.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaði gærdagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert