„Þarna slær mitt hjarta“

Helga Vala Helgadóttir og Dagbjört Hákonardóttir á góðri stundu.
Helga Vala Helgadóttir og Dagbjört Hákonardóttir á góðri stundu. mbl.is/mbl.is

Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, per­sónu­vernd­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar, mun taka sæti Helgu Völu Helga­dótt­ur á Alþingi. Hún hef­ur verið virk í Sam­fylk­ing­unni síðan árið 2002 og hef­ur fer­ill í póli­tík alltaf heillað hana.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er gíf­ur­lega spennt fyr­ir þess­um áskor­un­um. Ég hef áður komið inn sem varaþingmaður og ég veit hvað leik­ur­inn snýst um. Þetta er auðvitað lif­andi og skemmti­leg­ur vinnustaður. Það er með mik­illi auðmýkt sem ég tek við þessu verk­efni sem mér er falið,“ seg­ir Dag­björt í sam­tali við mbl.is.

Vill vera í bar­átt­unni

Dag­björt hef­ur lengi verið virk í Sam­fylk­ing­unni, eða síðan árið 2002 þegar hún byrjaði í ungliðahreyf­ingu flokks­ins. Hún lagði póli­tík­ina aðeins til hliðar eft­ir að hún út­skrifaðist sem lög­fræðing­ur en seg­ir hana þó alltaf hafa heillað sig.

„Ég bý að reynslu sem að ég veit að mun nýt­ast inn í þing­flokk­inn og inn í þing­heim. Þetta hef­ur alltaf heillað mig. Þarna slær mitt hjarta, að vera í bar­átt­unni. Al­gjör­lega,“ seg­ir Dag­björt.

Dagbjört er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi …
Dag­björt er lög­fræðing­ur að mennt og hef­ur starfað sem per­sónu­vernd­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar frá ár­inu 2018. Ljós­mynd/​Aðsend

Ástfang­in af Evr­ópu­hugs­un­inni

Dag­björt var formaður Ungra Evr­óp­us­inna og er hún enn mik­ill Evr­óp­us­inni. Spurð hvað henni finn­ist um að Evr­ópu­sam­bandsaðild sé ekki enn þá eitt af kjarna­mál­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir hún:

„Það er alls ekk­ert óeðli­legt að Sam­fylk­ing­in, sem stór og breiður jafnaðarmanna­flokk­ur, sem við vilj­um vera, setji þau mál á dag­skrá sem við telj­um raun­hæft að ná fram. Það þarf að koma hlut­um í verk hérna. Það er ekki nógu mik­il sátt í ís­lensku sam­fé­lagi um það að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til þess að Sam­fylk­ing­in geti komið fram og sagt ætla að lofa því að það muni raun­ger­ast,“ seg­ir Dag­björt og bæt­ir við:

„Ég er ein­læg­asti og senni­lega elsti Evr­óp­us­inn­inn á þessu Alþingi. Ég geng til liðs við Unga jafnaðar­menn árið 2002 vegna þess að ég er ást­fang­in af Evr­ópu­hugs­un­inni. Ég mun aldrei hætta því. Sam­fylk­ing­in er mjög gott heim­ili fyr­ir Evr­óp­us­inna, en það er líka pláss fyr­ir fólk sem er ef­ins og það er allt í lagi. Það er al­gjör­lega mér að skapi að deila stjórn­mála­flokkn­um mín­um með því fólki.“

Fé­lags­hyggju­kona og femín­isti

Stærstu mál­in að mati Dag­bjart­ar á næsta þing­vetri verða verðbólg­an og heil­brigðismál­in. Spurð hvaða mál­efni hún muni vilja setja á odd­inn nefn­ir hún meðal ann­ars mál­efni barna­fólks.

„Ég er jafnaðarmaður fram í fing­ur­góma. Ég er fé­lags­hyggju­kona. Það er rosa­lega mik­il­vægt að þetta sé lesið sam­an. Ég er líka femín­isti. Ég er þingmaður Reyk­vík­inga og ég legg áherslu á að dag­legt líf fólks sé í sam­ræmi við það sem við vilj­um kalla í jafnaðarsam­fé­lag. Hérna er ég að tala um fjöl­skyldu­mál­in og sam­göngu­mál. Það er kannski það sem ég brenn einna helst fyr­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert