Mikið er byggt og margir eru fluttir inn í nýbyggð hús í Hamraneshverfi í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir alls 1.900 íbúðum í hverfinu fullbyggðu og þegar eru nærri 1.600 íbúðir, eða um 84% af heildinni, ýmist tilbúnar eða á byggingarstigi.
Gert er ráð fyrir að íbúar í Hamranesi verði, þegar framkvæmdum er lokið, alls 4.750 talsins miðað við þann stuðul að íbúar í hverri eign séu 2,5.
Hamranes er samliggjandi Völlum og Skarðshlíð í syðsta hluta Hafnarfjarðarbæjar og gert er ráð fyrir að þegar allri uppbyggingu er lokið verði íbúar í þessum hluta bæjarins rúmlega 12.000 talsins.
„Allar lóðir í Hamranesi hafa verið seldar. Raunar má segja að allar lóðir sem verktakar sækjast eftir hér í bæ fari mjög fljótt út. Áhuginn er mikill,“ segir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar í samtali við Morgunblaðið.
Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.