Banaslys á Vopnafirði

mbl.is

Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að henni hafi borist tilkynning á fjórða tímanum í nótt um slys við smábátahöfnina á Vopnafirði.

Kona á þrítugsaldri hafði fallið þar fram af klettum og í fjöruborðið. Hún var úrskurðuð látin er að var komið, að því er lögreglan greinir frá. 

Rannsókn stendur yfir að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert