Finna þurfi jafnvægi í símanotkun í skólum

„Í stað þess að banna síma í skólanum ættu tækifærin …
„Í stað þess að banna síma í skólanum ættu tækifærin sem þar birtast að vera nýtt,“ segir Bergþóra Þórhallsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri upplýsingatækni í grunnskólum Kópavogs, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mikilvægt sé að nýta tæknina í öllu skólastarfi.

Farsímanotkun í grunnskólum hefur verið í deiglunni að undanförnu, en Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ákvað í þarsíðustu viku að setja af stað vinnu sem miði að því að gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum, sem sé óvíða meiri en hér á landi. Hafa sumir skólar gripið til þess ráðs jafnvel að banna alla símanotkun á skólatíma.

Bergþóra bendir hins vegar á að símanotkun sé nú orðin órjúfanlegur þáttur í lífinu, og telur að í stað þess að banna símana ættu skólar að reyna að nýta tækifærin sem þar birtast og leiðbeina nemendum um ábyrga notkun þeirra. Símanotkunin sé áskorun, en að fjarlægja símana sé ekki endilega lausnin.

Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka