Vilja endurskoða sáttmálann

„Við sem erum í borgarstjórn berum ábyrgð á því að …
„Við sem erum í borgarstjórn berum ábyrgð á því að umferðin í borginni gangi upp,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

„Ég óskaði eftir því fyrir hönd okkar að samgöngusáttmálinn yrði til umræðu á næsta fundi borgarstjórnar og þá brá svo við að fleiri flokkar vilja taka þátt í þeirri umræðu,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið en borgarstjórn fundar á morgun.

„Ærin ástæða er til að ræða þessi mál. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að fjárhagslegar forsendur sáttmálans séu langt frá því að ganga upp og hann heldur á ávísanaheftinu.

Vilhjálmur Árnason, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig sett mikla fyrirvara við forsendur sáttmálans,“ segir Marta og nefnir tvennar framkvæmdir sem ætti að drífa í að hennar mati.

„Við sem erum í borgarstjórn berum ábyrgð á því að umferðin í borginni gangi upp. Umferðarvandinn er orðinn slíkur að tafatími er alltaf að aukast. Við þurfum að tryggja að farið verði í nauðsynlegar samgöngubætur eins og snjallljósastýringu og að farið verði strax í framkvæmdir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Þeim framkvæmdum átti að vera lokið 2021 og voru í raun forsenda þess að Alþingi samþykkti sáttmálann á sínum tíma,“ segir Marta.

Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka