Anahita og Elissa komnar niður

Konurnar eru komnar niður.
Konurnar eru komnar niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótmælendurnir Anahita Babaei og Elissa Biou eru komnar niður eftir að hafa læst sig við möstur hvalveiðiskipanna Hvals 8 og 9 í gær.

Læstu konurnar sig við skipin í þeim tilgangi að mótmæla hvalveiðum Hvals hf., sem hefjast á næstu dögum.

Konurnar eru komnar niður.
Konurnar eru komnar niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Báðu um að komast niður 

Mikið samtal hefur átt sér stað á milli lögreglu og kvennanna tveggja í dag, en fyrir stuttu síðan tjáðu þær lögreglu að þær vildu komast niður. Þá virtist Ana­hita einnig gefa stuðnings­fólki sínu handa­bend­ing­ar sem bentu til þess að þær vildu koma niður.

Lögregla byrjaði á því að aðstoða Anahitu við að komast niður, en í gær var taska hennar tekin af henni og hefur hún því verið án matar í nokkurn tíma. 

Lögreglar aðstoðar Elissu við að komast niður úr mastrinu.
Lögreglar aðstoðar Elissu við að komast niður úr mastrinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Því næst hóf lögregla að aðstoða Elissu sem komst niður úr mastrinu án nokkurra vandkvæða. 

Færðar í lögreglubíl

Samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem staddur er á svæðinu hafði stuðningsfólk kvennanna tveggja ásamt Paul Watson óskað eftir því að sjúkrabíll yrði á svæðinu þegar konurnar kæmu niður, en ekki hefur verið orðið við þeirri beiðni. 

Margt var um manninn við bryggjuna í dag.
Margt var um manninn við bryggjuna í dag. mbl.is/Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Konurnar eru nú báðar komnar á land og voru þær færðar í lögreglubíl. 

Anahita að klifra niður úr mastri Hvals 9.
Anahita að klifra niður úr mastri Hvals 9. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert