„Það er fullt tilefni til að endurskoða þessa framkvæmd eins og aðrar stórar framkvæmdir sem ríkið fer í,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í dag.
Vilhjálmur segir meðal annars að þegar þegar litið sé til mikils kostnaðar við Fossvogsbrú sé tími til kominn að huga að öðrum lausnum.
Hann nefnir að ef boruð yrðu göng frá Engidal í Hafnarfirði að Suðurgötu í Reykjavík þyrfti aðeins að breyta skipulagi við gangamunnana. Allar framkvæmdir yrðu neðanjarðar og ekki þörf á að loka götum á meðan.
Einng væri auðvelt að innheimta veggjöld af umferð um göngin. Þannig mætti leysa skipulagsmálið, umferðarteppur á framkvæmdatíma og framkvæmdin væri tilvalin til þess að fá einkaaðila eins og t.d. lífeyrissjóði að verkefninu. „Það yrðu engin jarðgöng á Íslandi arðbærari en þessi,“ segir Vilhjálmur.
Nánar er rætt við Vilhjálm í Morgunblaðinu í dag.