Á þriðja hundrað mótmæltu sameiningunni

Yfir 200 manns mættu til að mótmæla áformum um sameiningu …
Yfir 200 manns mættu til að mótmæla áformum um sameiningu MA og VMA. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Yfir 200 manns mættu á mótmæli sem boðuð voru af nemendum við Menntaskólann á Akureyri á ráðhús­torgi Ak­ur­eyr­ar vegna ákvörðunar Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, barna- og mennta­málaráðherra, um að sam­eina Menntaskólann á Akureyri, MA, við Verk­mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri, VMA.

Krista Sól Guðjóns­dótt­ir, inspectrix scholae í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri, ræddi við mbl.is um mótmælin.

„Þetta var betra en okkar bestu vonir. Samheldnin sem var á svæðinu var ótrúleg,“ segir hún og bætir við: 

„Þetta voru skýr skilaboð frá nemendum til mennta-og barnamálaráðuneytisins og Ásmundar,“ segir hún laust eftir að mótmælin kláruðust.

Nemendur voru ekki kátir með áform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- …
Nemendur voru ekki kátir með áform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að sameina MA og VMA. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Ætla safna undirskriftum gegn sameiningu

Krista segir nú að næsta skref sé að setja á laggirnar undirskriftalista gegn sameiningu skólanna og vonast hún til þess að hann fari í loftið ekki seinna en í kvöld.

Vakti hún athygli á því að á Facebook sé kominn hópur gegn sameiningu MA og VMA með um það bil 900 meðlimi. Heitir sá hópur einfaldlega: Stöðvum áform um sameiningu MA og VMA.

Hver eru skilaboð nemenda til stjórnvalda?

„Að hlusta á vilja nemenda,“ segir hún ákveðin að lokum. 

MA-ingar mótmæla sameiningu MA og VMA.
MA-ingar mótmæla sameiningu MA og VMA. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert