Heimilt að semja um útflutning á úrgangi

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

Sorpu er heimilt að semja við sænska endurvinnslufyrirtækið Stena Recycling AB um útflutning á brennanlegum úrgangi, en Stena hafði tekið þátt í útboði Sorpu og verið hlutskarpast um verkefnið.

Íslenska gámafélagið kærði ákvörðun Sorpu um að taka tilboði Stenu, en kærunefnd útboðsmála aflétti í gær stöðvun samningsgerðar og getur því Sorpa nú gengið til samninga við Stenu.

Með samningum mun Sorpa flygja um 40 þúsund tonn af brennanlegu sorpi út til Svíþjóðar í stað þess að urða ruslið hér á landi.

„Þessi niðurstaðar er mikill sigur fyrir umhverfið. Með útflutningi drögum við úr urðun um rúm 40.000 tonn á ári. Þessi úrgangur verður þess í stað fluttur til Svíþjóðar og nýttur til að framleiða orku á næstu vikum,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, til tilkynningu frá félaginu.

Segist hann ekki eiga von á öðru en eða kærunefndin muni í framhaldinu komast að endanlegri niðurstöðu um að Sorpa hafi staðið rétt að útboðinu.

Kæran barst til kærunefndarinnar á svokölluðum biðtíma, en við það stöðvast samningsgerð sjálfkrafa. Í tilkynningunni segir meðal annars að í rökstuðningi kærunefndarinnar komi fram að ekki hafi verið leiddar verulegar líkur að broti gegn lögum um opinber innkaup.

Í umfjöllun Rúv um kæruna í byrjun ágúst kom fram að Stena hefði átt hagkvæmasta boðið og fengið flest stig í mati á þeim þáttum sem metnir séu í útboðum. Íslenska gámafélagið hafi hins vegar átt næstlægsta tilboðið. Var þá haft eftir Jóni Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, að kæran væri grundvölluðu á því að við mat á bjóðendum væri verð metið sem 70% og hæfi 30%. Teldi hann Stenu ekki hafa nógu mikla hæfni til að framkvæma verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert