Kallaði eiginkonu sína hóru og aumingja

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til átta ára fangelsisvistar.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til átta ára fangelsisvistar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður, sem dæmdur var á mánudag í átta ára fangelsi fyrir stórfellt heimilisofbeldi, misnotaði freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart eiginkonu sinni. Í dómnum, sem birtur var í dag, kemur fram að konan hafi búið við ógnarástand í langan tíma. 

Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og önnur alvarleg brot sem beindust að lífi konunnar. Andlegri sem og líkamlegri heilsu hennar og kynfrelsi. 

Eins og mbl.is greindi frá í júní sat maður­inn í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins frá 25. fe­brú­ar til 15. júní, grunaður um hátt­semi sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir.

Sekur í öllum 13 ákæruliðum

Brotin ná yfir fjögurra ára tímabil. Meðal ákæruatriða var stórfelld líkamsárás, stórfellt brot í nánu sambandi og nauðgun. Var maðurinn að lokum fundinn sekur í öllum þrettán ákæruliðum málsins, en hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt eiginkonu sína líkamlegu ofbeldi í tólf skipti frá miðju ári 2019 til byrjun árs 2023. 

Á fyrrgreindu tímabili beitti maðurinn hana líkamlegu ofbeldi með því að hafa ítrekað og margsinnis talað niður til hennar, hótað henni lífláti. Hótaði hann henni að setja bjórflösku og vatnsflösku inn í leggöng hennar og endaþarm. Auk þess að svívirða hana og smána með því að kalla hana hóru og aumingja á sama tíma og hann sakaði eiginkonu sína um lauslæti og framhjáhald. 

Traðkaði á líkama hennar

Síðasta brotið átti sér stað að morgni laugardags 25. febrúar, þegar maðurinn veittist að konunni og hafði við hana kynferðismök og önnur samræði án hennar samþykkis.

Það gerði hann með því að slá konuna ítrekað í andlit og höfuð konunnar, kastaði innanstokksmunum í höfuð hennar, hrinti henni í gólfið og sparkaði ítrekaði og traðkaði á líkama hennar þar sem hún lá. 

Skyrpt á hana og hélt henni fastri í gólfinu, meðal annars með því að setja hné sitt á bringu hennar og þrengja að hálsi hennar þannig að hún átti erfitt með að anda, lamdi hana og kleip á nára-og kynfærasvæði, á rassi og á innanverðum lærum hennar, reif utan af henni buxur og nærbuxur og stakk hönd sinni eða öðrum hlut ítrekað djúpt inn í leggöng hennar og endaþarm.

Allt með þeim afleiðingum að konan hlaut fjölda áverka og sára. Missti hægðir við atlöguna og hlaut lífshættulegan áverka, þegar smágirni rofnaði. 

Martraðarkennd brúðkaupsnótt

Á brúðkaupsnótt hjónanna veittist maðurinn með ofbeldi að henni, sló hana í upphandlegg, hellti kampavíni yfir brúðarkjól hennar og óskaði eftir hjónaskilnaði. 

Í dómnum er frekara ofbeldi gegn konunni lýst.

Lét hann það ekki stoppa sig að konunni hafi verið ráðlagt af lækni að stunda ekki kynlíf með innsetning um endaþarm, enda væri það henni afar sársaukafullt og hættulegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert