Kominn tími á kynslóðaskipti

„Á meðan að kjörtímabilið er bara hálfnað þá held ég að við höldum áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á en kannski rétt fyrir næstu kosningar þá held ég að það muni einhverjar breytingar eiga sér stað,“ segir Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, í Dagmálum, spurð hvort hún eigi von á breytingum innan flokksins.

„Við höfum alltaf verið að tala um þessi kynslóðaskipti sem muni eiga sér stað í stjórnmálum og ég veit ekki hvort það sé tíminn núna til þess að kynslóðaskiptin eigi sér stað eða hvort að það eigi að gerast rétt fyrir næstu kosningar,“ segir Lenya og bætir við að sama forystufólk hafi verið lengi við stjórn í öllum stjórnmálaflokkum.

Kynslóðaskipti þýði þó ekki endilega að ungt fólk taki við flokkum heldur að ungu fólki sé hleypt að borðinu í meira mæli.

„Ég væri til í að sjá ungt fólk á lista í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, í komandi kosningum. Ég vonast til að það gerist.“

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert