Með stöðu sakbornings í níu ár

Ólafur Þór Hauksson er héraðssakskóknari. Mál stjórnenda Samskipa og Eimskips …
Ólafur Þór Hauksson er héraðssakskóknari. Mál stjórnenda Samskipa og Eimskips eru til rannsóknar hjá embættinu.

Fjór­ir fyrr­ver­andi stjórn­end­ur, tveir frá Eim­skip og tveir frá Sam­skip­um, hafa stöðu sak­born­ings í sam­ráðsmá­l­inu. Níu ár eru síðan stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna voru kærðir af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari tel­ur að þó nokk­ur vinna sé eft­ir við að rann­saka mál­in og eitt­hvað sé í niður­stöðu embætt­is­ins.

Í ljósi niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verði tek­in staða á mál­inu og fram­haldið ákveðið, en eins og fram hef­ur komið sektaði embættið Sam­skip um 4,2 millj­arða kr. og Eim­skip og 1,5 millj­arða kr. vegna sam­keppn­islaga­brota. 

Ekki með mann­skap 

Að sögn Ólafs bár­ust kær­urn­ar frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu til héraðssak­sókn­ara á ár­un­um 2014-2018.

Spurður hvers vegna málið hafi ekki verið leitt til lykta hvað varðar stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna þá seg­ir Ólaf­ur embættið meðal ann­ars ekki hafa mann­skap í það. 

„Við byrjuðum aðeins að rann­saka þetta á sín­um tíma. Og svo aft­ur með hlé­um. Embættið er ekki al­veg mannað þannig að hægt sé að sinna öll­um mál­um öll­um stund­um,“ seg­ir Ólaf­ur.

Mörg stór mál í vinnslu 

Ólaf­ur bend­ir á að mörg stór mál séu í vinnslu hjá embætt­inu. Stór skatta­mál og efna­hags­brota­mál.

Ber þar til dæm­is að nefna Sam­herja­málið, Sæ­mark­s­málið og United Silicon­málið. Dæmi eru um að menn hafi fengið væg­ari dóm í ljósi þess hve lang­ur rann­sókn­ar­tím­inn er. 

Eru frek­ari for­send­ur fyr­ir ykk­ur til að skoða málið eft­ir úr­sk­urð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins?

„Já, nú er rann­sókn­ar­vinn­unni lokið hjá þeim og þá ættu öll gögn fyr­ir,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við: „Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er að skoða ábyrgð lögaðilans en okk­ar er að horfa á það hvernig hver og einn ein­stak­ling­ur hef­ur aðhafst í mál­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert