Með stöðu sakbornings í níu ár

Ólafur Þór Hauksson er héraðssakskóknari. Mál stjórnenda Samskipa og Eimskips …
Ólafur Þór Hauksson er héraðssakskóknari. Mál stjórnenda Samskipa og Eimskips eru til rannsóknar hjá embættinu.

Fjórir fyrrverandi stjórnendur, tveir frá Eimskip og tveir frá Samskipum, hafa stöðu sakbornings í samráðsmálinu. Níu ár eru síðan stjórnendur fyrirtækjanna voru kærðir af Samkeppniseftirlitinu.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að þó nokkur vinna sé eftir við að rannsaka málin og eitthvað sé í niðurstöðu embættisins.

Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins verði tekin staða á málinu og framhaldið ákveðið, en eins og fram hefur komið sektaði embættið Samskip um 4,2 milljarða kr. og Eimskip og 1,5 milljarða kr. vegna samkeppnislagabrota. 

Ekki með mannskap 

Að sögn Ólafs bárust kærurnar frá Samkeppniseftirlitinu til héraðssaksóknara á árunum 2014-2018.

Spurður hvers vegna málið hafi ekki verið leitt til lykta hvað varðar stjórnendur fyrirtækjanna þá segir Ólafur embættið meðal annars ekki hafa mannskap í það. 

„Við byrjuðum aðeins að rannsaka þetta á sínum tíma. Og svo aftur með hléum. Embættið er ekki alveg mannað þannig að hægt sé að sinna öllum málum öllum stundum,“ segir Ólafur.

Mörg stór mál í vinnslu 

Ólafur bendir á að mörg stór mál séu í vinnslu hjá embættinu. Stór skattamál og efnahagsbrotamál.

Ber þar til dæmis að nefna Samherjamálið, Sæmarksmálið og United Siliconmálið. Dæmi eru um að menn hafi fengið vægari dóm í ljósi þess hve langur rannsóknartíminn er. 

Eru frekari forsendur fyrir ykkur til að skoða málið eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins?

„Já, nú er rannsóknarvinnunni lokið hjá þeim og þá ættu öll gögn fyrir,“ segir Ólafur og bætir við: „Samkeppniseftirlitsins er að skoða ábyrgð lögaðilans en okkar er að horfa á það hvernig hver og einn einstaklingur hefur aðhafst í málinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert