Bæna- og ljósastund verður haldin í Vopnafjarðarkirkju á morgun, fimmtudag, til minningar um Violetu Mitul.
Violeta lést af slysförum á mánudag.
Bænastundin hefst í Vopnafjarðarkirkju klukkan átta og verður síðan haldið upp á fótboltavöll þar sem kveikt verður á friðarkertum.
Violeta var leikmaður í meistaraflokki kvenna hjá Einherja. Hún var fædd árið 1997 í Moldóvu og hefur leikið með liði Einherja í sumar.
Söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Violetu hefur verið stofnaður í nafni félagsins:
Kt. 610678-0259
Rnr. 0178-05-000594