Segir Ragnar hafa ásakað sig að ósekju

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sakaði Björgvin Jón Bjarnason um …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sakaði Björgvin Jón Bjarnason um að hafa tekið þátt í samráði Samskipa og Eimskips þó Björgvin hafi ekki starfað hjá Samskip á tímabilinu sem var til rannsóknar hjá SKE. mbl.is/Hari

Björgvin Jón Bjarnason, stjórnarformaður hjá lífeyrissjóðnum Gildi, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, hafa dregið nafn sitt inn í umræður um samráðsmál Samskipa að ósekju.

Björgvin Jón starfaði sem framkvæmdastjóri á innanlandsmarkaði Samskipa á árunum 2005-2007 og segir í samtali við mbl.is að hann hafi lokið störfum um einu og hálfu ári áður en kom að rannsóknartímabili Samkeppniseftirlitsins (SKE) þar sem samráð er talið hafa hafist, ef miðað er við stjórnvaldsekt SKE. Snéri umrætt tímabil eftirlitsins að árunum 2008-2012 og sagt í skýrslu að samráð hafi hafist í júní 2008. 

Ragnar Þór fór mikinn í færslu á Facebook þar sem hann nafngreinir Björgvin m.a. og gagnrýnir að hann komi að stjórn Gildi lífeyrissjóðs og krefst þess að hann verði látinn víkja. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert