Þarf fleiri frelsisflokka á Alþingi

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir skorta fleiri frelsisflokka á Alþingi. Lykilstjórnmálaflokkur til þess að setja frelsismálin á oddinn núna sé Sjálfstæðisflokkurinn.

„Þeir eru því miður bara ekki að einblína á það lengur,“ segir Lenya Rún í Dagmálum.

Hún kveðst sammála ungu Sjálfstæðisfólki þegar kemur að ýmsum málaflokkum, til að mynda samkeppnismálum, áfengismálum og lögleiðingu vímuefna.

„Góð mál eru góð mál, sama hvaðan þau koma.“

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert