Borgarstjóri vill Parísarhjól á hafnarbakkann

Borgarstjóri leggur til að parísarhjóli verði komið fyrir á hafnarsvæðinu …
Borgarstjóri leggur til að parísarhjóli verði komið fyrir á hafnarsvæðinu á Miðbakka. Samsett mynd

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leggur til að kannað verði raunhæfni hugmyndar um að koma upp Parísarhjól á Miðbakka, við útivistarsvæði Faxaflóarhafna. 

Um er að ræða hugmynd í tilraunarskyni til nokkurra ára, í samræmi við hugmynd í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útivistasvæði Faxaflóahafna og var hugmyndin rædd á fundi borgarráðs í dag. 

Umtalsverð flækjustig 

Starfshópurinn lagði fram ýmiss konar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið sem borgarstjóra var falið að fylgja eftir, en í fundargerðinni segir að sérstök ástæða sé til að setja hugmyndina um Parísarhjól í farveg. 

Fram undan er því mikið vinna við nauðsynlega greiningu enda þykir ljóst að umtalsverð flækjustig geti fylgt framkvæmdinni. Þó er lögð áhersla á að framkvæmdin verði án fjárútláta borgarinnar eða Faxaflóahafna. 

Skemmtileg hugmynd 

Meirihluti samþykkti tillöguna, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu það á þeirri forsendu að hvorki Reykjavíkurborg né Faxaflóahafnir myndu bera kostnað af framkvæmdinni eða rekstri Parísarhjólsins. 

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hafði áhyggjur af því að fara þyrfti í fyllingar til að finna hjólinu stað. Hún sagði nóg komið af eyðileggingu á fjörum þrátt fyrir að henni þætti hugmyndin skemmtileg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert