„Eðlilegt“ að málinu hafi verið vísað frá

Hryðjuverkamálið var þingfeset að nýju í júní eftir að fyrra …
Hryðjuverkamálið var þingfeset að nýju í júní eftir að fyrra máli var vísað frá dómi.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að búið sé að laga ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða að kröfu Landsréttar og nú séu samskipti Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar sem ákærðir eru í málinu rakin nákvæmlega frá orði til orðs. 

Hann segir „eðlilegt“ að fyrra hryðjuverkamálinu hafi verið vísað frá í ljósi þess að verið sé að feta sig á nýjum slóðum hvað lögin varðar.

Misjafnt hvernig menn haga sinni vörn   

Ólafur vill lítið gefa uppi um það hvort krafa verjanda um að málinu verði vísað frá í heild sinni öðru sinni komi honum á óvart. 

„Það er misjafnt hvernig menn haga sinni vörn og það eru meiri líkur þegar ekki liggur fyrir mikil dómaframkvæmd í vissum brotaflokkum þá láta menn reyna til hins ítrasta á frávísanir. En á móti er það það þannig að þegar máli er frávísað þá er ákveðinn tími sem yfirvöld hafa til að endurskoða ákæruna og gefa hana út að nýju,“ segir Ólafur.

Hann segir „eðlilegt“ þegar verið að feta sig á slóðum í málum sem ekki hafi áður verið ákært í að þeim sé vísað frá í einhverjum tilfellum. Í einkamálum gerist það t.a.m. iðiulega að málum sé vísað frá og þeim svo stefnt inn að nýju.  

Hryðjuverkaákvæðið er svipað á Íslandi og í Danmörku og í Noregi. Þegar ákært er í þessum brotum er horft til fordæma í þessum löndum hvað varðar gerð ákæruskjala. 

Samskipti rakin frá orði til orðs 

Landsréttur kallaði eftir nákvæmari atvikalýsingu á því hvernig þessar athafnir fóru fram og hvernig samskiptum hinna ákærðu var háttað. Útlistun á samskiptum Sindra Snæs og Ísidórs eru því mun ítarlegri en í fyrri ákæru.

„Samskiptin eru rakin frá orði til orðs. Ég veit ekki hversu nákvæmar hægt er að gera þetta," segir Ólafur um núverandi ákæru í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert