Aðeins barst eitt tilboð í samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut við Snekkjuvog/Tranavog. Það var langt yfir kostnaðaráætlun eða sem nam 166 milljónum króna.
Fyrr á þessu ári voru boðnar út umferðarumbætur á gatnamótum Sæbrautar/Kleppsmýrarvegar. Þá barst einnig aðeins eitt tilboð og það var sömuleiðis vel yfir kostnaðaráætlun.
Tilboð í göngubrúna voru opnuð síðastliðinn þriðjudag hjá Vegagerðinni. Eina tilboðið sem barst var frá Eykt ehf. Reykjavík og og hljóðaði upp á tæpar 379 milljónir króna. Er það 78% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var var 212,6 milljónir. Tilboðið verður nú vegið og metið hjá Vegagerðinni.
Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.