Evrópumót iðngreina í Póllandi

Fólk sem er best í sínu fagi á Íslandi eftir …
Fólk sem er best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- eða verkgrein reynir nú fyrir sér á Evrópumóti.

Nú stendur yfir Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina, Euroskills, í Gdansk í Póllandi. Á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, vann Ísland til silfurverðlauna í rafeindavirkjun.

Landsliðshópur Íslands þykir öflugur en keppt er í fjölbreyttum greinum, svo sem bakaraiðn, framreiðslu, grafískri miðlun, hársnyrtiiðn, iðnaðarstýringum, kjötiðn, matreiðslu, pípulögnum, rafeindavirkjun, rafvirkjun og trésmíði. Um 600 keppendur frá 32 þjóðum etja kappi á Euroskills.

„Það er mögnuð stemning og stressið í hámarki,“ sagði Sigurður Borgar Ólafsson liðsstjóri Íslands að loknum fyrsta keppnisdegi.

Keppt er í 42 greinum og má búast við um 100 þúsund áhorfendum.

„Við erum búin að undirbúa keppendur bæði andlega og líkamlega til að takast á við álagið. Við erum eins og ein fjölskylda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert