„Okkur er brugðið“

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir Húsasmiðjuna skoða réttarstöðu sína gagnvart …
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir Húsasmiðjuna skoða réttarstöðu sína gagnvart Samskipum.

Húsa­smiðjan er að skoða rétt­ar­stöðu sína gagn­vart Sam­skip vegna ólög­legs sam­ráðs sem Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur sektað bæði Eim­skip og Sam­skip fyr­ir.

Fyr­ir­tækið var næst stærsti viðskipta­vin­ur Sam­skipa á ár­un­um 2008-2013, sem er það tíma­bil sem Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur að al­var­legt sam­ráð hafi staðið yfir. 

Árni Stef­áns­son, for­stjóri Húsa­smiðjunn­ar, seg­ir að sér­fræðing­ar fyr­ir­tæk­is­ins skoði málið, sem sé gríðarlega um­fangs­mikið, í ljósi um­fangs viðskipta fyr­ir­tæk­is­ins við Sam­skip. 

Eig­enda­skipti flækja mál­in 

Eig­enda­skipti urðu á Húsa­smiðjunni um ára­mót­in 2011 og 2012. Var fyr­ir­tækið í fram­hald­inu rekið á ann­arri kenni­tölu en hafði verið. Rann­sókn­ar­tíma­bil eft­ir­lits­ins nær því til tveggja kennitala fyr­ir­tæk­is­ins. Sjálf­ur tók Árni við sem for­stjóri á vor­mánuðum 2013. 

„Húsa­smiðjan tók við rétt­ind­um og skyld­um fyrra fyr­ir­tæk­is­ins að und­an­skild­um nokkr­um mál­um og það er því til skoðunar hvernig þessi mál standa,“ seg­ir Árni. 

Í fag­legri skoðun 

„En þetta er í fag­legri skoðun. Þetta eru þúsund­ir blaðsíðna að fara yfir. Okk­ur er brugðið við þetta en tjá­um okk­ur ekki að öðru leyti á þessu stigi,“ seg­ir Árni.

Í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er sagt að Sam­skip hafi náð fram hækk­un á samn­ingi við Húsa­smiðjuna vegna sam­ráðs.    

Áhuga­leysi frá Eim­skip 

„Eft­ir að Húsa­smiðjan sagði upp samn­ingi sín­um við Sam­skip vegna mik­illa verðhækk­ana sneri hún sér til Eim­skips. Eim­skip sýndi eng­an áhuga á viðskipt­um við Húsa­smiðjuna. Birt­ist þetta m.a. í því stjórn­end­ur Eim­skips létu hjá líða að hafa sam­band við Húsa­smiðjuna í þrjá mánuði eft­ir fund með því fyr­ir­tæki í ág­úst 2010.“

„Eim­skip gaf síðan Húsa­smiðjunni í janú­ar 2011 það hátt verð að fyr­ir­tækið vildi ekki semja við Eim­skip. Var verð í til­lögu viðskipta­stjóra Eim­skips að til­boði til þessa mik­il­væga viðskipta­vin­ar hækkað eft­ir aðkomu æðstu stjórn­enda Eim­skips. Var þetta gert til að virða markaðsskipt­ing­una,“ seg­ir í álykt­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í skýrsl­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert