Skjálftavirkni og vísbending um kvikusöfnun

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga.
Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. mbl.is/Arnþór

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum í nótt og morgun. Um 30 skjálftar hafa mælst á svæðinu, flestir undir einum að stærð, en dregið hefur úr virkni eftir hádegi.

Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skjálftarnir eigi upptök á átta til fimm kílómetra dýpi.

Er það enn skýrara merki um að kvika sé að safnast á miklu dýpi á Reykjanesskaganum.

Landrisið heldur áfram

Morgunblaðið greindi frá því í byrjun mánaðar að landris væri hafið á Reykjanesskaga að nýju.

Að sögn Magnúsar Freys hefur landrisið verið stöðugt. Hefur það nú náð um það bil 1,5 cm frá því að síðasta eldgosi lauk við Litla-Hrút fyrir um mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert