Stórviðgerð á Sjávarútvegshúsinu

Myndin er tekin frá Sölvhólsgötu að bakhlið hússins. Umfangsmiklar endurbætur …
Myndin er tekin frá Sölvhólsgötu að bakhlið hússins. Umfangsmiklar endurbætur standa yfir. Skúlagata 4 er skráð 6.165 fermetrar að stærð í fasteignaskrá. Fasteignamat ársins 2024 er tæpir 2,6 milljarðar króna. mbl.is/sisi

Undanfarin misseri hafa staðið yfir viðgerðir og endurbætur á stórhýsinu Skúlagötu 4, Sjávarútvegshúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum miðar þeim ágætlega en þær verða umfangsmeiri en lagt var upp með. Kostnaðurinn skiptir milljörðum.

Skúlagata 4 er með glæsilegri byggingum í eignasafni Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna(FSRE), segir Karl Pétur Jónsson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Húsið er byggt árið 1961 eftir teikningu Halldórs H. Jónssonar arkitekts fyrir starfsemi fiskirannsókna Háskólans. Upphaflega átti húsið að vera fjórar hæðir, en skömmu áður en framkvæmdir hófust var ákveðið að bæta 5. og 6. hæð við. Flutti Ríkisútvarpið á efstu tvær hæðirnar. Sjávarútvegsráðuneytið var í húsinu um árabil.

Skúlagata 4 setur mikinn svip á miðborg Reykjavíkur.
Skúlagata 4 setur mikinn svip á miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2019 var ákveðið að endurbæta þrjár neðstu hæðir hússins og hófst undirbúningur þess árið 2020. Að afloknum kosningum 2021 og uppstokkun stjórnarráðsins í kjölfarið var ákveðið að allt húsið yrði endurbætt og að ráðuneyti flyttu inn að því loknu.

„Með því gafst kostur á að gera mikilvægar strúktúrbreytingar á húsinu; einkum bæta við lyftu í húsið til að bæta aðgengi í húsinu. Þá voru lagnir og loftræstikerfi endurnýjuð,“ segir Karl Pétur.

Fljótlega eftir upphaf framkvæmda hafi mönnum orðið ljóst að ástand hússins var mun verra en aldur þess gaf tilefni til að ætla.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 7. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka