Alvarlegt umferðarslys sunnan við Blönduós

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla landhelgisgæslunnar og allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir út upp úr klukkan fimm í morgun þegar tilkynnt var um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum rétt sunnan við Blönduós.

Samkvæmt varðstjóra hjá Neyðarlínu er ekki vitað hversu margir eru slasaðir eða hversu margir eða stórir bílar eiga í hlut.

Allt tiltækt lið sjúkraflutningamanna og slökkviliðsmanna á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Búðardal var kallað út auk þeirra tækjabíla sem eru fyrir hendi á þessu svæði. Þá var kallað eftir öllum tiltækum liðsauka björgunarsveita á þessu svæði.

Uppfært klukkan 6.25

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert