Hópferðabifreið lenti út af veginum rétt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra voru farþegar í rútunni vel á þriðja tug.
Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um tildrög slyssins eða meiðsl á fólki aðrar en að slysið er talið mjög alvarlegt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og allir tiltækir viðbragðsaðilar voru kallaðir út.
Allt tiltækt lið sjúkraflutningamanna og slökkviliðsmanna á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Búðardal var kallað út auk þeirra tækjabíla sem eru fyrir hendi á þessu svæði. Þá var kallað eftir öllum tiltækum liðsauka björgunarsveita á þessu svæði.