„Hluti af viðbragði okkar“

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. mbl.is/Jón Sigurðsson

Rauði krossinn á Íslandi opnaði fjöldahjálpastöð á Blönduósi í kjölfar rútuslyssins sem átti sér stað skammt sunnan við Blönduós snemma í morgun þar sem rúta með 24 innanborðs valt á veginum.

„Við opnuðum fjöldahjálpastöð í grunnskólann á Blönduósi í morgun. Það var hins vegar engin þörf á henni. Það kom enginn þangað svo henni var bara lokað aftur,“ sagði Oddur Freyr Þorsteinsson, upplýsingarfulltrúi Rauða krossins á Íslandi í samtali við mbl.is.

mbl.is/Jón Sigurðsson

„Rauði krossinn á Akureyri brást einnig við en í Rauða kross húsinu á Akureyri var opið fyrir aðstandendur. Ég veit til þess að einhverjir hafa mætt þangað. Þetta er svona hefðbundið hjá okkur ef það er talin ástæða til og er hluti af viðbragði okkar,“ sagði Oddur.

Oddur bendir einnig á símanúmerið 1717 en í það númer getur fólk hringt ef það vill leita sér stuðnings og ef því líður eitthvað illa vegna þessa máls. Síminn er opinn allan sólarhringinn.

Rauði krossinn opnaði hjálpastöðvar á Blönduósi og á Akureyri.
Rauði krossinn opnaði hjálpastöðvar á Blönduósi og á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka