Sorphirðugjöld munu hækka

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef horft er til nýlegra útboða sveitarfélaga á sérstakri söfnun og annarri meðhöndlun úrgangs þá er kostnaður vegna málaflokksins að hækka og það í sumum tilfellum verulega.“ Þetta kemur fram í fundargerð verkefnisstjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvert umfangið er,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður sambandsins.

Ljóst er hver mun borga brúsann. Sorphirðugjöld fólks munu hækka um næstu áramót. „Það var ekki ætlunin með innleiðingu hringrásarhagkerfisins.“ Heiða Björg segir að þeim sem búa til úrgang, framleiðendum og innflytjendum, hafi verið ætlað að borga fyrir meðhöndlun hans. „Að búa til hvata til að fara vel með verðmætin sem felast í mörgu sem við höfum hent og jafnvel urðað hingað til. Ég held að íbúum hafi aldrei verið ætlað að borga fyrir þetta. Það er enn óljóst hvernig við eigum að þurfa að koma í veg fyrir að hækka sorphirðugjöld.“

Ný löggjöf og stefna um meðhöndlun úrgangs tók gildi í júní 2021 og kröfur til sveitarfélaganna sem þar er að finna komu til framkvæmda 1. janúar 2023. Sveitarfélög landsins eru mislangt komin í meðhöndlun á úrgangi og því mun kostnaðaraukning þeirra verða mismikil. „Sums staðar er hún ansi mikil. Við erum að reyna að taka þetta saman og fólk er að gera fjárhagsáætlanir sínar fyrir næsta ár.“ Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna mun fjalla um málið síðar í mánuðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert