Þyrlan á leið með þrjá til Reykjavíkur

Ásgeir reiknar ekki með að þyrlan fari aftur norður þegar …
Ásgeir reiknar ekki með að þyrlan fari aftur norður þegar hún hefur flutt þá þrjá slösuðu á slysadeild. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með þrjá slasaða farþega úr rútuslysinu sunnan við Blönduós.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, lenti þyrlan rétt fyrir klukkan sjö í morgun á Blönduósi.

Ásgeir reiknar ekki með að þyrlan fari aftur norður þegar hún hefur flutt þá þrjá slösuðu á slysadeild.

Hóp­ferðabif­reið lenti út af veg­in­um rétt sunn­an við Blönduós á sjötta tím­an­um í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Norður­landi vestra voru farþegar í rút­unni vel á þriðja tug.

Ekki hafa feng­ist frek­ari upp­lýs­ing­ar um til­drög slyss­ins eða meiðsl á fólki aðrar en að slysið er talið mjög al­var­legt.

Auk þyrlunnar var allt til­tækt lið sjúkra­flutn­inga­manna og slökkviliðsmanna á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðár­króki og Búðar­dal kallað út ásamt tækja­bílum sem eru fyr­ir hendi á svæðinu auk liðsauka frá björg­un­ar­sveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert